3.2. Mig langar að lifa

Sigurbjörn Árni Arngrímsson er doktor og bóndi - en flest þekkjum við hann sem ástríðufullan íþróttalýsanda á RÚV. Sigurbjörn greindist með ólæknandi sortuæxli 2021 - þá 47 ára gamall. Hann segir okkur á sinn einlæga og einstaka hátt frá því hvernig krabbameinið hefur fest hann í líkama miðaldra manns, hvernig það var að greinast og lifa lífinu með krabbameininu. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir en þættirnir eru framleiddir af Krafti í samstarfi við Vísi.

Om Podcasten

Spjall um allt það sem viðkemur krabbameini á mannamáli, bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra. Við tölum um hlutina eins og þeir eru. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir en þættirnir eru framleiddir af Krafti í samstarfi við Vísi. Höfundur stefs Björn Þorleifsson.