3.9. Er brjóstaheilsa á tímamótum?

Að þessu sinni koma þær Svanheiður Lóa Rafnsdóttir brjóstaskurðlæknir og yfirmaður brjóstamiðstöðvar Landspítalans og Ólöf Kristbjörg Bjarnadóttir brjóstakrabbameinslæknir og setjast niður með Sigríði Þóru. Þær fræða okkur um brjóstakrabbamein, meðferðir og úrræði sem í boði eru í baráttunni við slík krabbamein, hvað er gott í þeim efnum hér á landi og hvað má betur fara. Þær hvetja allar konur að mæta strax í brjóstaskimun þegar bréfið berst en benda einnig á hversu mikilvægt það er fyrir allar konur að þekkja líkama sinn vel, þreifa brjóst sín reglulega og leita til læknis ef eitthvað virðist óeðlilegt.

Om Podcasten

Spjall um allt það sem viðkemur krabbameini á mannamáli, bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra. Við tölum um hlutina eins og þeir eru. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir en þættirnir eru framleiddir af Krafti í samstarfi við Vísi. Höfundur stefs Björn Þorleifsson.