Ásthildur Úa og listin

Gestur í Fimmunni í Fram og til baka er Ásthildur Úa Sigurðardóttir leikkona sem hefur slegið í gegn í Stundinni okkar og í ýmsum leikverkum í Þjóðleikhúsinu. Ásthildur Úa segir okkur af fimm listamönnum sem hafa haft djúp áhrif á hana og þar förum við allt frá Utu Lemper yfir í Eddu Björgvins! Í síðari hluta þáttarins fjallar Felix um sögu hinnar mögnuðu UB40 frá Birmingham

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.