Bestu fimmurnar 2023

Fyrsti þáttur ársins var tileinkaður síðasta ári og nokkur vel valin brot úr fimmum ársins tekin til. Viðmælendur að þessu sinni voru Hafdís Huld sem kom í janúar, María Reyndal en hún kom í mars og Sonja Ýr Þorbergsdóttir sem kom í spjall í apríl. Í seinni hlutanum heyrðist í gesti frá því 17. júni en það var Ólafur Þ Harðarson. Að síðustu komu þau Rósa Magnúsdóttir og Kiddi Hjálmur við sögu en bæði kíktu í kaffi á haustdögum.

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.