Björn Kristjánsson er Borko
Gestur Felix á ljúfum laugardagsmorgni var kennarinn og tónlistarmaðurinn Björn Kristjánsson sem gengur líka undir listamannsnafninu Borko. Björn talaði um fimm hátíðir sem hann hefur komið að því að halda og þar kenndi margra grasa. Hann talaði um Innipúkann, Listahátíðina Krútt, Sumarmölina, Hæglætishátíð og klykkti svo út með Pallanum 2013. Þá var ný ábreiða af laginu Útihátíð leikin en hún er nú flutt af hljómsveitinni sem Borko spilar og syngur með, FM Belfast. Þema dagsins í tónlistinni var hiti í tilefni af Bræðslunni sem haldin er í Borgarfirði eystri. tónlist: Sú ást er heit - Magnús og Jóhann Haustpeysan - Borko floating on a moment - Beth Gibbons Útihátíð - FM Belfast Funheitur - Pláhnetan Cooler than me - Mike Posner Hot hot hot - The Cure Bráðna - Frumburður og Daniil You sexy thing - Hot Chocolate Fullkominn dagur til að kveikja í sér - Emmsjé Gauti, Björn Jörundur og Fjallabræður Girl on fire - Alicia Keys Hot love - T REx Hoppum út í heita sól - Matti Matt Hot Milf Summer - Reykjavíkurdætur Fingur - Írafár Gemmér Gemmér - Iceguys