Einar Stefánsson og plöturnar

Einar Stefánsson hefur verið virkur á tónlistarsenunni undanfarin ár sem meðlimur í Hatara og Vök. Hann hefur búið víða um Evrópu enda fjölskyldan í utanríkisþjónustunni og hafði því frá ýmsu að segja. Fimman hans eru fimm plötur sem höfðu áhrif á hann í gegnum lífið. Svo hringdi Felix í Júlíu Margréti Einarsdóttur og heyrði af einleiknum Guð leitar að Salóme

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.