Eva Marín Hlynsdóttir
Felix Bergsson heldur áfram að fá góða gesti í fimmuna í þættinum Fram og til baka og gestur hans þennan laugardaginn var Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún talaði um fimm staði sem hafa haft áhrif á líf hennar og við sveifluðumst úr afskekktum dal í Skagafirði yfir til Sviss og Kína. Svo hringdi Felix í Katrínu Halldóru Sigurðardóttur söng og leikkonu en nýja platan hennar, Ást fyrir tvo, var að koma út.