Eva Marín Hlynsdóttir

Felix Bergsson heldur áfram að fá góða gesti í fimmuna í þættinum Fram og til baka og gestur hans þennan laugardaginn var Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún talaði um fimm staði sem hafa haft áhrif á líf hennar og við sveifluðumst úr afskekktum dal í Skagafirði yfir til Sviss og Kína. Svo hringdi Felix í Katrínu Halldóru Sigurðardóttur söng og leikkonu en nýja platan hennar, Ást fyrir tvo, var að koma út.

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.