Fimm friðsæl en frumleg mótmæli Stefáns Pálssonar.

Stefán Pálsson sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi í Reykjavík var gestur þáttarins í þessu sinni og kom með vel hlaðna fimmu en þar sagði hann frá eftirminnilegum mótmælum sem hann hefur sótt í gegnum tíðina. Það sem gerir friðsamleg mótmæli eftirminnileg og áhrifamikil er frumlegheitin að sögn Stefáns. Í seinni hluta þáttarins var tónlistin í forgrunni og þar var hálfgert nafnakall. Öll tónlistin sem þá hljómaði innihélt íslensk mannanöfn, þar sem sungið var til eða um fólk með nöfn eins og Rögnvaldur, Ingileif, Símon, Sturla og Stjáni - en umsjónarmaður þáttarins er einmitt aldrei kallaður Stjáni.

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.