Gerður í Blush

Gerður Huld Arinbjarnardóttir er mikil athafnakona sem ákvað að stofna eigið fyrirtæki og fara að selja kynlífstæki aðeins tvítug að aldri. Fyrirtækið heitir Blush og hefur stækkað jafnt og þétt. Á Þorláksmessu er þessi kraftmikla verslunarkona gestur Felix í Fram og til baka og segir af fimm ferðalögum sem hafa haft djúp áhrif á líf hennar. í síðari hluta þáttarins hringir Felix til Norðfjarðar og heyrir af skötuveislu sem SÚN með Guðmund Rafnkel Gíslason í fararbroddi halda.

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.