Guðrún Kaldal man eftir Gunnari og sjóvinu

Fimman verður hér eftir í seinni hluta Fram og til baka. Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar er fyrsti gestur í þessari nýju fimmu og rifjaði upp fimm sýningar sem hún tók þátt í á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þetta var gullöld "sjóvanna" á Hótel Íslandi, Hótel Sögu og Broadway og Guðrún var dansari sem tók þátt í mörgum þessara sýninga og fór meira að segja einu sinni í Eurovision í einhverju umdeildasta atriði Eurovision sögunnar. Svo lítum við á það sem gerðist á deginum 1. mars og spilum tónlist tengda því

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.