Hafsteinn Vilhelmsson og lífsbjörgin

Sjónvarpsmaðurinn Hafsteinn Vilhelmsson hefur glatt landsmenn með brosi sínu og hæfileikum í Landanum og Sumarlandanum undanfarin ár auk þess að vinna með krökkunum í Krakkarúv. Hann var gestur Felix í Fimmunni og sagði af fimm manneskjum sem höfðu áhrif á líf hans. Haffi var ættleiddur af foreldrum sínum frá Sri Lanka fyrir 40 árum en bjó við ástríki og gott heimili alla tíð. Hann og kona hans, Gyða Kristjánsdóttir lentu svo í þeirri miklu sorg að missa frumburð sinn eftir erfið veikindi. Haffi sagði sögu sína og fólksins sem bjargaði lífi hans. Í síðari hlutanum sagði Felix af tónleikum Nick Cave og The Bad Seeds í Prag

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.