Helga Margrét Marzellíusardóttir tónlistarkona

Felix kynnti nýtt upphafslag þáttarins úr ranni Lieutenant Pigeon en það heitir Mouldy Old Dough og er frá 1972. Helga Margrét kórstjóri og tónlistarkona var svo gestur Felix í fimmunni og sagði af fimm kennurum sem höfðu áhrif á líf hennar. Sagan hófst á Ísafirði þar sem Helga Margrét ólst upp og barst svo til Reykjavíkur í Listaháskóla Íslands og svo til Danmerkur í mastersnám við Konunglega listaháskólann. Í millitíðinni eignaðist hún barn þá enn í menntaskóla og villtist svo ein um höfuðborgina og sótti hjálp í símaver 118. Í síðari hluta þáttarins var hamingjan þema þáttarins og lög í þeim anda leikin tónlist: Lieutenant Pigeon - Mouldy Old Dough Lónlí blú bojs - Hamingjan Úkulellur - Píkuprump Jóhanna Guðrún - Kvöldsigling The Real Group - A Minute On Your Lips Popparoft - Hamingja/Happiness Hipsumhaps - Á hnjánum Ásgeir Trausti - Sumargestur Katla Yamagata og Jói Pé - Hjáleið Rosa Linn - Snap Rúnar Júlíusson - Hamingjulagið REM - Shiny Happy People Beatles - Hamminess Is A Warm Gun Supertramp - Locical Song Paolo Nutini - New Shoes Paolo Conte - Via con me Bobby McFerrin - Don't Worry Be Happy Jónas Sig - Hamingjan er hér

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.