Hulda Ragnheiður og óþægilegu aðstæðurnar

Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hefur lifað viðburðarríku lífi og segir okkur í fimmu dagsins af fimm óþægilegum aðstæðum sem upp komu en áttu eftir að breyta öllu. Sagan teygir sig víða um land, frá Húsavík til Reykjavíkur með viðkomu í Þingeyjarsveit og Blönduósi. Í síðari hlutanum heyrum við tvær skemmtilegar sögur úr heimi poppsins en báðar tengjast deginum, 26. október. lagalisti Fullkomið farartæki - Nýdönsk Lífið sem mig langar í - Hipsumhaps Ævilangt - Hafrún Kolbeinsdóttir og Guðrún Kristín Huldudóttir Ljósið - Elín Ey Hot to go - Chappell Roan Roam - B52's Yesterday - Bítlarnir Deeper and deeper - Madonna Tonight again - Guy Sebastian Bad Dreams - Teddy Swims Gráta smá - Supersport Fast Love - George Michael Miss you - Spilverkið Dreadlock Holiday - 10CC Hunter - Björk

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.