Jakob yngri á Jómfrúnni

Það var vertinn á Jómfrúnni, Jakob E Jakobsson, sem kom í fimmu en eins og menn tóku eftir í vikunni fékk Jómfrúin fyrir Tónlistarviðburð ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum en staðurinn hefur í samstarfi við Sigurð Flosason haldið úti Sumardjassi á veitingastaðnum á hverju sumri í 20 ár. Jakob hefur frá mörgu að segja og fimman hans tengist mannvirkjum Í síðari hlutanum heyrðum við í Ásu Hauksdóttur sem er prímusmótor í Músíktilraunum en úrslitin fara einmitt fram í dag.

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.