Kári Kristján Kristjánsson
Handboltahetjan Kári Kristján Kristjánsson hefur vakið mikla athygli í Stofunni þar sem fjallað er um leiki Íslands á EM 2024. Kári Kristján var gestur Felix og fjallaði um fimm handboltaleiki sem breyttu lífi hans. Kári ólst upp í Vestmannaeyjum og varð snemma ákveðinn í að verða handknattleiksmaður. Hann átti feril með ÍBV, Haukum, Val og liðum í Sviss, Þýskalandi og Danmörku. Hann lenti líka í erfiðum veikindum sem hafa haft áhrif á ferilinn.