Kiddi Hjálmur og mistökin
Gestur Felix í Fimmu dagsins er Guðmundur Kristinn Jónsson sem alla jafna gengur undir nafninu Kiddi Hjálmur. Kiddi hefur marga fjöruna sopið í íslenskum tónlistar og hljóðheimi en er þekktastur fyrir starf sitt í Hjálmum og Baggalúti auk þess að vinna að tónlist með frábærum ungum tónlistarmönnum eins og Ásgeiri Trausta og Árnýju Margréti. Kiddi segir bransasögur í fimmunni sem fjallar um fimm mistök, ja eða amk neyðarlegar uppákomur! Í síðari hlutanum rifjar Felix upp sögu Annie Lennox og Eurythmics og spilar nokkur vel valin tóndæmi