Rósa Guðbjartsdóttir

Gestur dagsins í fimmunni er bæjarstjórinn í jólabænum Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir. Rósa var þekkt fjölmiðlakona áður en hún steig inn á svið stjórnmálanna og það verður spennandi að heyra hvaða fimmu hún hefur upp á að bjóða. Svo hringir Felix í tónlistarmanninn Einar Örn Jónsson sem gefur út tónlist undir listamannsnafninu Löður. Hann er að senda frá sér nýtt jólalag. Og fyrst við erum komin í jólagírinn er líka nauðsynlegt að hringja upp í Heiðmörk og heyra af jólamarkaðinum þar. Hjördís Jónsdóttir verður í símanum.

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.