Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur

Gestur Felix í Fram og til baka var Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og handahafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Steinunn kom í fimmu og fjallaði um fimm staði sem hafa haft djúp áhrif á líf hennar, enda Steinunn mikill farfugl og býr drjúgan hluta ársins erlendis. Staðirnir sem Steinunn nefndi eru Seljaland í Skaftafellssýslu, Japan, Heilsuhælið í Hveragerði, Vínarborg og sandeyjan dásamlega Porto Santo. Spjallið fór víða og verðlaunabókin Ból kom að sjálfsögðu við sögu. Í síðari hluta þáttarins kom Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ í spjall í tilefni af edrú febrúar eða Edrúar eins og hann er kallaður en það er átak á vegum SÁÁ til að auka heill og hamingju þjóðarinnar.

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.