Stella Soffía og afarnir fimm
Gestur Fram og til baka þennan laugardagsmorgun var Stella Soffía Jóhannesdóttir. Stella er framkvæmdarstjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem haldi er á tveggja ára fresti og fagnar stórafmæli á næsta ári, einnig er hún starfsmaður Reykjavík Literary Agency sem fer með réttindamál íslenskra höfunda á erlendri grundu. Stella bauð upp á afar frumlega nálgun á fimmu dagsins því hún sagði hlustendum frá fimm öfum sínum. Hún átti þó ekki þessa fimm afa beint, því tveir þeirra voru vissulega afar hennar en í hinum átti hún bónusafa. Frábærar frásagnir af vinskap Stellu við afa sína fimm. Í seinni hluta þáttar heyrðum við í Jóhanni Ágúst Jóhannssyni forstöðumanni Menningarstofu Fjarðabyggðar sem sagði okkur meðal annars frá menningar- og listahátíðinni Innsævi sem stendur yfir til miðs júlímánaðar. Eins og fram kemur í veglegum kynningarbæklingi hátíðarinnar telur hún um 30 viðburði þann rúma mánuð sem hún stendur og er vettvangur þeirra allt sveitarfélagið Fjarðabyggð, frá Mjóafirði til Breiðdalsvíkur. Nýútkomin og fersk íslensk tónlist fékk að njóta sín í þættinum ... auk KK sem er alltaf ferskur. Hér er lagalisti þáttarins: KK BAND - Álfablokkin. Lón - Hours. KUSK - Sommar. Sómadrengir - Hlemmur Hvítá - Low. Dundur - Fræ. Árni Bergmann Jóhannsson, Guðmundur R - Orð gegn orði. Kári Egilsson - In the morning. Emilíana Torrini - Black Lion Lane. Supersport! - Fingurkoss.