Ævintýri Þórs Breiðfjörð

Þór Breiðfjörð er söngvari, leikari, kennari og nú söngleikjahöfundur! Hann kom í fimmuna til Felix og sagði af fimm "söngleikjum" sem opnuðu augu hans og breyttu lífinu. Samtalið tók þá út um allar koppagrundir, frá austur Húnavatnssýslu til Reykjavíkur og þaðan til London og svo um allan heim á leiðinni aftur heim. Í síðari hluta þáttarins fór Felix yfir það sem gerðist á deginum og rifjaði svo stuttlega upp sögu AC/DC með tóndæmum

Om Podcasten

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.