Grasótin í myndlist, þriðji þáttur
Hvað er grasrótin í myndlist að hugsa? Ikea, pólýester, dagsbirta, snjalltæki og miklu miklu fleira eru efniviður ungra myndlistarmanna í dag. Í þáttunum kynnumst við hugarheimi ungra myndlistarmanna sem starfa í Reykjavík. Viðmælendur í þriðja þætti eru myndlistarmennirnir Árni Jónsson og Freyja Eilíf. Auk þess er rætt við Sigrúnu Hrólfsdóttur, deildarforseta myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. Umsjón Halla Harðardóttir. (Frá 9. júní 2018)