Hafa trúarbrögðin runnið sitt skeið?
Heiminum hefur verið hægt að skipta niður í misstór og misfjölmenn svæði eftir trúarbrögðum. Þau eru voldug menningarfyrirbæri eða stofnanir sem í árþúsundir hafa verið burðargrind í heimsmynd manna. En er hlutverk trúarbragðanna að breytast, eru önnur burðarvirki að taka við? Vésteinn Lúðvíksson rithöfundur, hefur um langt árabil búið í austur Asíu og hefur lagt sig eftir að kynna sér andlega farvegi vítt um heim, hann er á því að stóru trúarbrögðin séu að renna sitt skeið á enda, en leitin að trúartrausti heldur áfram. Ævar Kjartansson ræðir við Véstein Lúðvíksson um stöðu hinna formföstu trúarbragða. (Frá 2016)