Helmingi dekkra en nóttin 1/2
Tveir þættir um skáldkonuna Ástu Sigurðardóttur þar sem fjallað er um líf hennar og ótímabæran dauða. Árið 1957 tók Ásta Sigurðardóttir saman við skáldið Þorstein frá Hamri og þau eignuðust fimm börn, þrjá drengi og tvær stúlkur. Fyrir átti Ásta einn son með Jóhannesi Geir listmálara. Ásta Sigurðardóttir andaðist í Reykjavík, langt fyrir aldur fram, 21. desember árið 1971, aðeins 41 árs að aldri eftir að hafa átt við áfengisvanda að stríða um langa hríð. Vera Sölvadóttir fjallar um skáldið og listakonuna Ástu Sigurðardóttur.