Móðurmálið mitt er útlenska
Á fyrsta vinnudegi Juliusar Pollux á frístundaheimili, varla viku eftir komuna til Íslands, kom til hans ljóshært barn. Það horfði stóreygt á hann og spurði „Ertu útlendingur?“, og svo „talar þú útlensku?“ Þessi spurning, um það hvar Julius tilheyrir - hér eða ekki hér - varð innblástur hans að tónverkinu Vestur í bláinn, sem byggði á röddum innflytjenda. Hann og viðmælendur hans íhuga hlutverk móðurmála í samhengi við sjálfið og samfélagið. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Julius Pollux.