Ódysseifskviða 4

Nú er Telemakkus sonur Ódysseifs kominn til Spörtu í leit að fréttum af föður sínum og þar hittir hann fyrir konunginn Menelás og hina fögru Helenu konu hans við mikinn veisluglaum. Þau hafa margt að spjalla, en fær hann fréttir af föður sínum? Auk lesturs úr kviðu Hómers er fjallað nokkuð um aðdraganda Trójustríðsins.

Om Podcasten

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.