Stefan Zweig

Zweig (1881-1942) var einn frægasti og vinsælasti rithöfundur millistríðsáranna, frægur fyrir ævisögu sína Veröld sem var. Sumarið 1936 fór hann á rithöfundaþing í Argentínu og þar var Halldór Laxness líka einn fundarmanna. Halldór skrifaði í Skáldatíma eftirminnilega lýsingu af kynnum sínum af Zweig og í þessum þætti verður fjallað um baksvið þeirra kynna - ef einhver voru.

Om Podcasten

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.