Geðslagið #4 - Svefninn

Of lítill svefn er eitt mesta heilsufarsvandamál landsmanna og sem veldur margvislegum geðrænum og líkamlegum kvillum. Friðrik Agni og Sigursteinn eru að uppgötva að þeir sofa ekki nógu vel og tala hér um eigin reynslu af svefntruflunum og einfaldar viðurkenndar leiðir til að bæta svefninn. Viltu deila einhverju með okkur? Geðslagið er á Instagram og Facebook. Tengjumst! Geðslagið tekur upp í Nóa Síríus stúdíó-i Podcaststöðvarinnar.

Om Podcasten

Vinirnir Sigursteinn Másson og Friðrik Agni spjalla um geðheilsu og andleg málefni út frá ólíkum sjónarhornum. Deila eigin sögum, heyra í fólki og endurspegla málin á einlægan og hreinskilin hátt.