#003 - That Vegan Couple

Við settumst niður með That Vegan Couple en þau heimsóttu Ísland sem hluta af Evróputúrnum sínum í júlí 2019. Á Íslandi héldu þau fyrirlestra, tóku þátt í Sannleikskubb og samstöðuvöku og framkvæmdu einnig fyrstu dýraréttindatruflun sem haldin hefur verið hér á landi. Natasha og Luca ræða við okkur um aktivisma og ferðalag þeirra um heiminn í þeim tilgangi að fræða almenning um veganisma og hvetja aðra til að taka fyrstu skrefin í átt að aktivisma. Við biðjumst velvirðingar á hljóðgæðunum í þessum þætti.

Þátturinn er í boði Jömm og Vegan búðarinnar.
Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

Om Podcasten

Góð ráð dýr er hlaðvarp um veganisma á Íslandi. Umsjónarmenn eru Birkir Steinn og Ragnar Freyr en þeir hafa báðir verið vegan í nokkur ár og tekið virkan þátt í framgangi grænkera á Íslandi. Þættirnir eru í samræðuformi þar sem farið er um víðan völl út frá einu þema hverju sinni. Góðir gestir verða einnig fengnir til þess að deila sérfræðikunnáttu sinni, skoðunum og reynslu.