#005 - Kraftur grænkerafæðis

Vegan heilsa er ráðstefna sem verður haldin í Silfurbergi Hörpu 16. október næstkomandi. Á ráðstefnunni flytja meðal annars heimsþekktir læknar erindi um vegan mataræði, heilsu og næringu. Við fengum Elínu Skúladóttur, skipuleggjanda ráðstefnunnar til okkar í smá spjall. Við tölum um kveikjuna að hugmyndinni, förum létt yfir fyrirlesara ráðstefnunnar og mikilvægi þess að halda ráðstefnu eins og Vegan heilsu hérna heima.

Þátturinn er í boði Jömm og Vegan búðarinnar.
Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

Om Podcasten

Góð ráð dýr er hlaðvarp um veganisma á Íslandi. Umsjónarmenn eru Birkir Steinn og Ragnar Freyr en þeir hafa báðir verið vegan í nokkur ár og tekið virkan þátt í framgangi grænkera á Íslandi. Þættirnir eru í samræðuformi þar sem farið er um víðan völl út frá einu þema hverju sinni. Góðir gestir verða einnig fengnir til þess að deila sérfræðikunnáttu sinni, skoðunum og reynslu.