#006 - Eina sem hann vill dautt er rokkið sitt

Við förum út um víðan völl með Sigvalda Ástríðarsyni eða Herra Tofu í þessum nýjasta þætti af Góð ráð dýr. Það þarf varla að kynna manninn. Sigvaldi er búinn að vera vegan í meira en áratug og hefur látið að sér kveða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Hann er þungarokkari, áhrifavaldur, hot sósu tester og var fyrsti formaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi.

Þátturinn er í boði Jömm og Vegan búðarinnar.
Intro/Outro stef: Baldur Kristjans aka Robert Bubbi

Om Podcasten

Góð ráð dýr er hlaðvarp um veganisma á Íslandi. Umsjónarmenn eru Birkir Steinn og Ragnar Freyr en þeir hafa báðir verið vegan í nokkur ár og tekið virkan þátt í framgangi grænkera á Íslandi. Þættirnir eru í samræðuformi þar sem farið er um víðan völl út frá einu þema hverju sinni. Góðir gestir verða einnig fengnir til þess að deila sérfræðikunnáttu sinni, skoðunum og reynslu.