Gói Karlsson

Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur: Guðjón Davíð Karlsson Gestur Grínlands í þetta skiptið er prestssonurinn og sprellipésinn Gói. Það eru ekki margir sem vita það (þar á meðal þáttarstjórnandi) að Gói heitir ekki Gói. Hann heitir Guðjón!¨Ekki nóg með það, hann heitir Guðjón Davíð Karlsson! Hér fáum við að kynnast drengnum á leigubílahjólinu með Taxa merkinu, drenginn sem lék sitt fyrsta frumsamda verk á erlendri grundu, manninn sem elskar leiklist af ástríðu. Ástríðufullur Gói í Grínlandi er góður fyrir sál og líkama.

Om Podcasten

Þórður Helgi Þórðarson ræðir við íslenska poppara og skemmtikrafta og fær þá til að segja sögur og tala um sig og sína. Frá fyrstu minningu til dagsins í dag.