Á vegan fólk að bjóða upp á kjöt í veislum?

Í þætti dagsins fær Eva hana Birtu Ísey í heimsókn en Birta situr í stjórn Samtaka grænkera og segir okkur m.a. frá Vegan festivali sem verður haldið 20 ágúst 2023. Eva byrjar á að segja Birtu frá brúðkaupi sem hún fór í um daginn en þar var ALLT VEGAN! Hún segir henni einnig frá samræðum sem hún átti við non-vegan kunningja fyrir skömmu. Hann vildi meina að vegan fólk ætti að sjálfsögðu að bjóða upp á kjöt máltíð fyrir þau sem borða kjöt í veislum hjá sér, rétt ...

Om Podcasten

Velkomin  í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt. Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.