Að vera vegan á ferðalagi

Loksins, loksins er kominn nýr þáttur af grænkerinu! Það eru miklar breytingar í loftinu og Grænkerið er á leiðinni í sumarfrí. Eva er komin í mikla vinnuvertíð og við þurfum að stíga skref til baka. Okkur langar mikið að halda hlaðvarpinu gangandi en það er bara ekki geranlegt á þessum tímapunkti. Í þessum síðasta þætti fyrir sumarfrí ákváðum við að taka fyrir ferðalög, bæði innanlands og erlendis, sem grænkeri. Er það eitthvað mikið öðruvísi en að ferðast sem alæta? Hvernig getur ma...

Om Podcasten

Velkomin  í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt. Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.