Er hægt að ná árangri í líkamsrækt á vegan mataræði? - Áslaug Guðný Unnsteinsdóttir einkaþjálfari

Í þættinum ræðir Eva við Áslaugu Guðný Unnsteinsdóttur einkaþjálfara um allt sem viðkemur vegan líkamsrækt. Við förum yfir raunhæfar væntingar til mataræðis og þjálfunar og reynum að svara eftirfarandi spurningum: Er hægt að telja macros á vegan mataræðiHvaða næringarsjónarmið þarf vegan fólk í líkamsrækt að spá íHvaða vegan matur er próteinríkur og hvernig er hægt að koma honum inn í máltíðir dagsinsFæðubótaefni -þurfum við þau? Þetta og meira til finnur þú í þættinum og nánari upplýsi...

Om Podcasten

Velkomin  í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt. Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.