Fælir vegan merking fólk í burtu?

Eva ræðir við Axel Friðriks, grafískan hönnuð og grænkera um hvort að vegan merkingar fæli fólk frá vörukaupum? Eru fyrirtæki að veigra sér við að merkja vörur vegan vegna viðbragða frá viðskiptavinum sem eru ekki vegan? Hvað veldur? Skrifið endilega review á Apple podcast eða Spotify til að hjálpa hlaðvarpinu að lenda ofar í leitarvélum og ná til fleirri hlustenda <3. - Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu h...

Om Podcasten

Velkomin  í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt. Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.