Vegan heilsa - Rósa Líf Darradóttir læknir

Þessi þáttur er NEGLA þó ég segi sjálf frá. Rósa Líf Darradóttir, læknir, grænkeri og aktívisti kom til mín í alveg ótrúlega fræðandi viðtal þar sem við ræddum áhrif plöntumiðaðs mataræðis á heilsu okkar. Hún fór nýlega erlendis á Vegmed, stærstu ráðstefnu plantbased heilbrigðisstarfsfólks í Evrópu. Hún segir okkur frá ráðstefnunni og við förum um víðan völl til að kafa ofan í þetta víðamikla málefni. Rósa er einstaklega góð í að segja flókna hluti á einföldu mannam...

Om Podcasten

Velkomin  í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt. Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.