Vegan pubquiz - Jólaleikarnir 2023

Velkomin í vegan pubquiz og sannkallaða jólaleika! Ég fékk til mín frábæra gesti, þau Rósu Líf, Axel Friðriks og Rósu Maríu til að keppa í vegan pod-kvissi þar sem einn sigurvegari fær titilinn MEGAVEGAN í ár. Gleðilega hátíð og sjáumst í veganúar! - Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf. Intro: Pr...

Om Podcasten

Velkomin  í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt. Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.