Efnahagsmálin og nýjar ákærur á hendur Navalny

Í þrjúhundruðasta þætti Hádegisins eru efnahagsmál og alþjóðastjórnmál til umræðu, eins og svo oft áður. Verðbólga, stýrivaxtahækkanir, bankaarður, hugsanlegur bankaskattur, og svo framvegis. Það virðist ekkert lát vera á knöppum og örum hæðum og lægðum í efnahagslífinu um þessar mundir. Til að fara yfir helstu tíðindi vikunnar í þeim efnum er Magdalena Anna Torfadóttir hagfræðingur og sérstakur gestur okkar um fjármál og efnahagsmál. Hún er viðskiptablaðamaður á Fréttablaðinu og stjórnandi hlaðvarpsins Fjármálakastsins. Í síðari hluta þáttarins fjöllum við nýjar ákærur á hendur rússneska stjórnarandstæðingnum Alexey Navalny. Guðmundur Björn ræðir við Val Gunnarsson, sagnfræðing og sérfræðing í málefnum Rússlands. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Om Podcasten

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.