Heimavallalaust Ísland og hver er geitin?

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins þegar liðið sækir Hollendinga heim í Amesterdam næstkomandi föstudag. Því næst leikur liðið heimaleik gegn Rússum, en leikurinn fer fram í hinni sögufrægu Pétursborg. Bíddu nú við, er þetta ekki heimaleikur? Jú, svo sannrlega. En íslenska liðið má ekki leika sína heimileiki hér á landi, vegna aðstöðuleysis. Laugardalshöllinn hefur lengi verið á undanþágu hjá bæði alþjóðahandknattleikssambandinu og hjá alþjóðakörfuknattleikssambandinu vegna ýmissa vankanta. Nú er Laugardalshöllin óleikfær vegna leka þar á síðasta ári, og FIBA hyggst ekki veita KKÍ undaþágu ofan á undanþágu. Þetta er niðurlægjandi segir formaður KKÍ, við ræðum við hann í síðari hluta þáttarins og við Helgu Margréti Höskuldsdóttur íþróttafréttamann, um aðstöðuleysi íslensku landsliðanna. Þá örskýrir Atli Fannar Bjarkason fyrir okkur hvað það er að vera ?geit.?

Om Podcasten

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.