Úkraína: Fólk á flótta og átökin fyrir alþjóðadómstóla

Innrás Rússa í Úkraínu er áfram til umfjöllunar í Hádeginu. Í fyrri hluta þáttarins fjöllum við um fólk á flótta frá átökunum, en um tvær milljónir Úkraínumanna hafa yfirgefið heimili sín síðan Rússar réðust inn í landið á fimmtudag. Tuttugu Úkraínumenn hafa þegar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og dómsmálaráðherra segir að Úkraínumönnum standi allar dyr opnar hér á landi. Við berum fólksflóttann undir Gunnar Hrafn Jónsson, sérfræðing Hádegisins í málefnum stríðsátaka. Í seinni hluta þáttarins ræðir doktor Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðalögum, við okkur um innrásina í þjóðarréttarlegu samhengi - það er að segja -baráttu Úkraínumanna fyrir dómstólum. En Úkraínsk stjórnvöld hafa þegar fært innrás Rússa fyrir alþjóða- og Evrópudómstóla og þá hefur saksóknari hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum, ICC, sagst munu hefja rannsókn á innrásinni og átökunum, þar á meðal stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Om Podcasten

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.