24. Handavinnuhátíðir, stelpustærðfræði og allt hitt!
Unndís deilir af visku sinni í fjármálum og kynnir hlustendur fyrir stelpustærðfræði. Elín vill fá jákvæðara orð yfir að rekja upp sérstaklega þar sem hún rekur mikið upp um þessar mundir. Vinkonurnar spjalla um handavinnuhátíðir víðsvegar um heiminn og láta sig dreyma um ferð til Japan. Allt þetta og meira til í þætti dagsins.