#6 Kristján Arason

Ein helsta handboltahetja þjóðarinnar og einn sá allra besti! Goðsögn í Kaplakrika og titlaóður með stærstu liðum heims á sínum leikmannaferli. Spilar m.a. með FH, Gummersbach í Þýskalandi og ofurliði TEKA á Spáni og var einn stærsti hlekkurinn í sigri Íslands í B-keppninni í Frakklandi. Einn besti leikmaður heims á sínum tíma og gæti líklega bundið saman hvaða vörn sem er enn þann dag í dag. Þjálfaði í Þýskalandi og yngri landslið Íslands ásamt því að vinna alla titla sem eru í boði á Íslandi sem þjálfari FH... Handboltagoðsögnin úr Hafnarfirði... Kristján Arason! Í boði NOCCO- NETGÍRÓ Ægir Brugghús & Ölhúsið

Om Podcasten

Tryggvi Rafns hittir gamlar kempur sem fara létt yfir ferilinn, velja uppáhalds liðsfélagana og rifja upp skemmtilegar sögur.