Erlingur nennir Handkastinu ekki og loksins vann HK
Stymmi Klippari, Davíð Már og Geiri Gunn mættu í Handkast stúdíóið í kvöld og gerðu upp 5.umferðina í efstu deild karla í kvöld. Þór og Stjarnan skildu jöfn í háspennu leik fyrir Norðan meðan KA og ÍR voru með markaveislu í kvöld. ÍBV tapaði gegn Selfoss og Erlingur Richardsson nennti ekki að ræða við Handkastið eftir leik. Afturelding eru einir á toppi deildinnar með fullt hús stiga eftir að hafa unnið meiðslahrjáð lið Fammara í kvöld. Hvað er í gangi hjá FH? HK tóku vel á móti Skólphreinsun Ásgeirs og unnu fyrsta leikinn síðan 21.febrúar. Eru Haukar farnir að hóta því að taka deildarmeistaratitilinn? Þetta og miklu meira í Handkast þætti kvöldsins.