30. Ágúst 2019 - Jónbjörn

Jónbjörn hefur verið áberandi nafn í íslensku senunni síðustu ár enda ekki við eina fjölina felldur. Hann hefur verið búsettur í Berlín og getið sér góðs orðstírs fyrir plötusnúðakænsku sína þar. Jónbjörn rekur útgáfuna Lagaffe Tales með Viktori Birgiss auk þess að hafa gefið út sínar eigin tónsmíðar hjá D.KO, Neo Violence, FALK og Pompon records. Mikill heiður að fá Jónbjörn aftur heim til Íslands og Háskaleikur þakkar honum kærlega fyrir komuna í þáttinn.

Om Podcasten

Háskaleikur er danstónlistarþáttur með Áskeli (BORG) í beinni útsendingu á föstudagskvöldum á Útvarp 101 og á 101.live milli kl. 20:00 - 22:00. Þátturinn er klukkutími af tónlist og tali þar sem Áskell rennir yfir nýjustu strauma og stefnur í danstónlistarheiminum auk klukkutíma gestamix.