Eyðimerkurháski: Roger & Shirley Sargeant

Í þætti dagsins fáum að heyra hvernig lautarferð bandarískrar fjölskyldu breyttist í helvíti. Roger og Shirley voru með dætur Shirley 9 og 5 ára gamlar í lautarferð í eyðimörk Arizona. Eyðimörkin er hættulegur staður, ekki bara vegna hversu hart umhverfið er heldur eru hættulegir einstaklingar þar á ferð um nætur. Við fáum einnig að heyra hversu ótrúleg börn eru og sögur af litlum krílum sem hafa lifað ótrúlegustu hluti af.

Om Podcasten

Háski er hlaðvarp í umsjón Unnar Regínu. Í þáttunum heyrum við sögur þeirra sem lent hafa í lífsháska og komist í gegnum hinar ótrúlegu aðstæður. Þættirnir eru gefnir út á hverjum föstudegi.