Ferðaháski: Davine Arkens

Í þætti dagsins fáum við að heyra um 3 ungar konur sem áttu allar eitt sameiginlegt. Þær héldu á vit ævintýranna í Ástralíu með bakpoka á öxlunum.  Áhyggjur þeirra voru mestar um að verða bitnar af snák eða einhverju miður skemmtilegu skordýri. Það kom svo á daginn að það var mannfólk sem þær hefðu átt að óttast mest. 

Om Podcasten

Háski er hlaðvarp í umsjón Unnar Regínu. Í þáttunum heyrum við sögur þeirra sem lent hafa í lífsháska og komist í gegnum hinar ótrúlegu aðstæður. Þættirnir eru gefnir út á hverjum föstudegi.