1. þáttur - Síðasta ferðalagið

Þann 8. mars árið 1991 lögðu vinirnir Hafsteinn Hálfdánarson og Jón Gísli Sigurðsson akandi af stað úr Reykjavík til Ísafjarðar. Þeir höfðu sagt sínum nánustu að á Ísafirði hyggðust þeir dvelja í tvo daga en aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þeir voru komnir vestur hálffylltu þeir bensínbrúsa, skelltu honum í bílinn sinn og óku aftur af stað til Reykjavíkur með áætlanir um að vera komnir til höfuðborgarinnar undir morgunn. Það reyndist þeirra síðasta ferð. Viku síðar hófst leit að piltunum tveimur en ekkert hafði til þeirra spurst og fjölskyldan var tekin að ókyrrast.

Om Podcasten

Hvað varð um piltana tvo sem yfirgáfu bifreið sína á Steingrímsfjarðarheiði í mars árið 1991 og enginn saknaði í heila viku? Var eitthvað til í þeim sögusögnum um hvarfið, sem fóru af stað í Reykjavík? Var lögreglan ómeðvituð um að glæpur hefði átt sér stað? Í þessari hlaðvarpsþáttaröð rýnir blaðamaðurinn Snærós Sindradóttir í þrjátíu ára gamalt mál, þegar tveir átján og nítján ára piltar hurfu á Vestfjörðum.