2. þáttur - Vonbrigði á hafnarbakkanum

Tugir sentimetra af jafnföllnum snjó höfðu bæst á Steingrímsfjarðarheiði sem gerðu björgunarsveitum og lögreglu erfitt fyrir við leit. Beita þurfti sömu aðferðum og í snjóflóðaleit. Á meðan hófu sögusagnir um hvarfið að grassera á meðal fjölskyldu og vina í Reykjavík en fá svör fengust við þeim spurningum sem uppi voru um hvarfið, tildrög ferðalagsins og hvað hefði farið úrskeiðis.

Om Podcasten

Hvað varð um piltana tvo sem yfirgáfu bifreið sína á Steingrímsfjarðarheiði í mars árið 1991 og enginn saknaði í heila viku? Var eitthvað til í þeim sögusögnum um hvarfið, sem fóru af stað í Reykjavík? Var lögreglan ómeðvituð um að glæpur hefði átt sér stað? Í þessari hlaðvarpsþáttaröð rýnir blaðamaðurinn Snærós Sindradóttir í þrjátíu ára gamalt mál, þegar tveir átján og nítján ára piltar hurfu á Vestfjörðum.