3. þáttur - Tveir til vitnis

Mikilvægt vitni gaf sig fram við lögregluna á Ísafirði fljótlega eftir að leit af þeim Hafsteini og Jóni Gísla hófst. Þó má segja að sannleikurinn um ferð vinanna hafi ekki komið fram opinberlega fyrr en núna, þrjátíu árum síðar. Vitnisburðurinn var lauslega skráður í skýrslur lögreglunnar en ekki var haft samband við vitnið um mikilvæg atriði sem það gat varpað ljósi á og snertu tilgang farar þeirra Hafsteins og Jóns Gísla, og heimförina sem bar brátt að.

Om Podcasten

Hvað varð um piltana tvo sem yfirgáfu bifreið sína á Steingrímsfjarðarheiði í mars árið 1991 og enginn saknaði í heila viku? Var eitthvað til í þeim sögusögnum um hvarfið, sem fóru af stað í Reykjavík? Var lögreglan ómeðvituð um að glæpur hefði átt sér stað? Í þessari hlaðvarpsþáttaröð rýnir blaðamaðurinn Snærós Sindradóttir í þrjátíu ára gamalt mál, þegar tveir átján og nítján ára piltar hurfu á Vestfjörðum.