Taugakerfið þitt er ekki í Gettu betur!

Taugakerfið er magnað fyrirbæri og mætti almenn þekking á því sannarlega meiri því með því að skilja hvað taugakerfið er að segja okkur getur okkur liðið betur og fundið leiðir til betri heilsu, andlegrar og líkamlegrar. Í dag ætlum við að skoða taugakerfið og þá tvo meginhluta þess, sympatíska taugakerfið og parasympatíska taugakerfið og hvernig þau vinna saman. Við förum m.a. hvernig sympatíska taugakerfið og "flótta- og árásarviðbragð" (oft þekkt sem "fight og flight" viðbragð) virka saman og hvað við getum mögulega gert til að hafa smá áhrif á viðbrögð okkar gegn streitu og álagi.Styrktaraðili þáttarins er RB rúm, rbrum.is

Om Podcasten

Hlaðvarp um heilsu og vellíðan. Bent Marinósson ÍAK einkaþálfari fær til sín áhugaverða gesti til að ræða heilsu og heilsutengd málefni.